Í nýjasta þætti Labbitúrs ræðir Halli Þorleifsson við rithöfundinn Andra Snæ Magnason, sem hefur verið í fremstu röð íslenskra listamanna í yfir tvo áratugi. Í opinskáu samtali lýsir Andri Snær hvernig sköpunarferlið getur verið þunglamalegt, stundum nánast óbærilegt – en jafnframt gefandi og nauðsynlegt.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.
--------
1:54:10
Labbitúr: KK
Í nýjasta þætti Labbitúrs fær Haraldur Þorleifsson til sín einn fremsta tónlistarmann þjóðarinnar, Kristján Kristjánsson sem er mun betur þekktur undir listanafni sínu KK. Hann hefur verið virkur tónlistarútgefandi frá árinu 1991 og unnið til tveggja verðlauna á íslensku tónlistarverðlaununum. Þessi jarðbundni listamaður lítur ekki stórt á sjálfan sig og gerir lítið úr afrekum sínum þó hann viðurkenni að njóta þess að hvíla röddina og láta áhlustendur syngja hástöfum með lögunum sem allir þekkja.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.
--------
1:14:07
Labbitúr: Halldóra Geirharðsdóttir
Í nýjasta þætti Labbitúrs fær Haraldur Þorleifsson til sín einn ástsælasta leikara þjóðarinnar, Halldóru Geirharðsdóttur. Halldóra hefur um áratugaskeið verið stórt nafn í íslenskri leiklist og kvikmyndagerð – allt frá Englum alheimsins til Konu fer í stríð. Í viðtalinu fer hún yfir langan og litríkann feril, en einnig yfir persónuleg tímamót í lífi sínu og nýjar áherslur.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.
--------
1:10:30
Labbitúr: Ari Eldjárn
Ari Eldjárn einn vinsælasti grínisti Íslands fyrr og síðar er viðmælandi vikunnar í Labbitúr með Halli. Í þættinum fara þeir félagar hvernig hann slysaðist hálfpartinn í Uppistandið, þá sem hafa veitt Ara innblástur og hvernig lífið breyttist eftir útgáfu Pardon my Icelandic uppistandsins á Netflix.Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.
--------
55:09
Labbitúr: Gunnar Hansson
Í nýjasta þætti Labbitúrs, hlaðvarps Halla Þorleifssonar, ræðir leikarinn Gunnar Hansson um líf sitt og störf í leiklist, bæði á Íslandi og í samanburði við önnur lönd. Hann lýsir starfi leikarans hérlendis sem bæði krefjandi og einstaklega fjölbreyttu. Komdu í Labbitúr með Halla, þar sem skapandi fólk segir sína sögu. Allt frá rithöfundum til stórleikara og uppistandara deila reynslu sinni og gefa innsýn í þeirra hugarheim.